Með það að leiðarljósi flytjum við inn vörur sem ekki bara stuðla að augnheilbrigði, heldur er einnig markmið fyrirtækisins að létta fólki lífið sem haldið er augnsjúkdómum. Því er leitast við að finna vörur sem hafa eitthvað meira fram að færa en það sem til er fyrir og/eða vantar upp á fyrir ákveðin hóp fólks með augnsjúkdóma.
Við höfum hag neytenda ávallt að leiðarljósi.
Provision flytur inn vörur frá Evrópu og Bandaríkjunum. Við leggjum mikið upp úr gæðum og vinnum í nánu samstarfi við augnlækna.
Fyrirtækin sem við verslum af vörurnar veljum við af kostgæfni og leggjum okkur fram að eiga í góðum og samvinnuþýðum samskiptum við þau.
Provision vill leggja sig fram við að vera leiðandi á sínu sviði og erum því vakandi fyrir nýjum vörum sem koma á markað og rannsóknum á þeim.