+354 510 0140

provision@provision.is

Hvað er augnheilbrigði?

Það er auðvelt að gleyma hversu mikilvæg augnheilbrigði er fyrr en vandamál koma upp. Hér eru nokkrar einfaldar ábendingar sem hjálpa til við að halda augunum okkar sem heilbrigðustum.

  • Borðaðu grænmeti. Neysla fersks grænmetis hjálpar til við að viðhalda heilbrigði augnanna.
  • Taktu vítamín. A, C,  E  og zink eru sérlega góð fyrir augun.
  • Haltu augunum rökum. Helstu einkenni þurra augna eru m.a. óskýr sjón, aðskotahlutstilfinning, sviði og roði.
  • Fáðu nóg af Omega 3 fitusýrum. Þær eru hluti af þeim lífsnauðsynlegu fitusýrum sem við þurfum en líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. 
  • Hvíldu augun þín reglulega. 

Augnbotnahrörnun

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgrón sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu.

Skoða meira »

Nær/fjærsýni

Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. jónskekkja veldur því að mynd verður skökk og út úr fókus.

Skoða meira »

Þurr augu

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að u.þ.b.

15 000 Íslendinga þjáist af þurrum augum. Í þessum sjúkdómi framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki nægilega vel samansett og þau gufa upp of fljótt.

Skoða meira »

Hvarmabólga

Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.

Skoða meira »