
Augnbotnahrörnun
Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgrón sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu.
Algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára.
Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Göngusjón og sjónsvið er óbreytt.
Provision býður upp á Viteyes bætiefnablöndurnar sem eru sérþróaðar með tilliti til augnbotnahrörnunar.
Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgrón sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu.
Viteyes Areds 2 er augnvítamín ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun byggt á Areds 2 rannsókninni. Þar kom í ljós að þeir þátttakendur sem hófu rannsóknina með litlu magni af lúteini og zeaxantíni í sínu mataræði og fengu viðbætt lútein og zeaxantín meðan á rannsókninni stóð voru 25 prósent ólíklegri til að þróa með sér ellihrörnun í augnbotnum á efri stigum samanborið við þátttakendur með svipað mataræði og tóku ekki inn Lútein og Zeaxantín. Virki innihaldsefni eru C vítamín, E vítamín, Sink, Kopar, Lútein og Zeaxantín.
Með það að leiðarljósi flytjum við inn vörur sem ekki bara stuðla að augnheilbrigði, heldur er einnig markmið fyrirtækisins að létta fólki lífið sem haldið er augnsjúkdómum. Því er leitast við að finna vörur sem hafa eitthvað meira fram að færa en það sem til er fyrir og/eða vantar upp á fyrir ákveðin hóp fólks með augnsjúkdóma.