+354 510 0140

provision@provision.is

Augnbotnahrörnun

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgrón sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Vitað er að ellihrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldrei og að reykingar ýta undir þróun votrar hrörnunar. Ættarsaga og hár blóðþrýstingur eru einnig áhættuþættir.

Sjónin er okkur afar dýrmæt og því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlegri sjónskerðingu. 

 

Því miður eru meðferðarmöguleikar takmarkaðir en með tilkomu sérþróaðrar vítamínblöndu eins og Viteyes Classic Areds2 hefur tekist að draga úr skemmdum í augnbotnum og koma í veg fyrir sjóntap. 

Einkenni:

Á fyrstu stigum verður miðjusjónin óskýr eða bjöguð. Hlutir geta tekið á sig óvenjulega stærð eða lögun, beinar línur geta virkað hlykkjóttar eða bognar og stafir í orðum geta horfið. Þessar breytingar geta átt sér stað á stuttum tíma eða þróast á mörgum mánuðum. Þú geturorðið viðkvæm/ur fyrir ljósi eða séð ljós, form eða liti sem ekki eru til staðar. Þetta gæti valdið óþægindum.

AMD veldur samt sem áður ekki sársauka.
Þar sem AMD hefur áhrif á miðju sjónhimnunnar munt þú taka eftir flekkjum eða bletti fyrir miðju sjónar á síðari stigum sjúkdómsins. Það gerir það að verkum að lestur, skrift og að þekkja litla hluti eða andlit verður erfiðara. Ef þig grunar að þú sért með AMD en hefur engin aðkallandi einkenni skaltu tala við lækni. Hann getur vísað þér á augnlækni eða sjónfræðing. Ef hraðar breytingar verða á sjóninni þinni skaltu tala strax við augnlækni eða augndeild Landsspítalans.
Heimild: amd.pdf (blind.is)