Hvað er nærsýni?
Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með nærsýnisglerjum, sem eru þunn í miðju en þykk til jaðranna má færa fókusinn aftar í augað. Þetta eru kölluð mínusgler.
Ef bara hlutir nálægt þér eru skýrir (Myopia).
Ef bara hlutir nálægt þér eru skýrir (Myopia)
Annað hvort eru augu þín of löng (stór) eða hornhimnan of kúpt. Ljós er þar með fókuserað í punkti fyrir framan miðgróf sjónhimnunnar. Þannig sérð þú einungis skýrt nálægt þér. Fjarlægðin er því ekki í fókus.
Hvað er fjarsýni?
Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með fjarsýnisglerjum, sem eru þykk í miðju og þunn til jaðra má færa fókusinn framar í augað. Þetta eru kölluð plúsgler.
Ef þú sérð illa nálægt þér (Hyperopia).
Hér er augað ýmist of stutt (lítið) eða hornhimnan of flöt sem leiðir til þess að ljósið er fókuserað í punkti aftan við miðgrófina. Þannig eru hlutir nálægt þér ekki í fókus.
Hvað er sjónskekkja?
Sjónskekkja veldur því að mynd verður skökk og út úr fókus. Þessu veldur oftast skekkja í hornhimnunni, sem er glær kúpull framan á auganu. Þessi kúpull á að vera eins og evrópskur fótbolti í laginu – í sjónskekkju er hann hins vegar eins og amerískur fótbolti í laginu. Því verður myndin skökk.
Sjónskekkja – Astigmatism – Ljóspunktar mætast á mörgum punktum í sjónhimnu.
Hér mætast ljósgeislarnir ekki í einum punkti heldur í 2 puntum. Við það verður til bjögun í myndinni sem kallast sjónskekkja. T.d. virðist punktur verða líkari línu eða bletti.