Viteyes Classic Areds 2 augnvítamínið er ætlað við aldursbundinni augnbotnahörnun og byggt á Areds2 rannsókninni.
Í þeirri rannsókn kom í ljós að þeir þáttakendur sem hófu rannsóknina með litlu magni af lúteini og zeaxantíni í sínu mataræði og fengu viðbætt lútein og zeaxantín meðan á rannsókninni stóð voru 25 % ólíklegri til að þróa með sér ellihrörnun í augnbotnum á efri stigum, samanborið við þáttakendur með svipað mataræði og tóku ekki inn Lútein og Zeaxantín.
Virku innihaldsefnin eru C-vítamín, E-vítamín, sink, kopar, lútein og zeaxantín.
Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdórinn leggst á miðgrón sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Vitað er að ellihrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldrei og að reykingar ýta undir þróun votrar hrörnunar. Ættarsaga og hár blóðþrýstingur eru einnig áhættuþættir.
Sjónin er okkur afar dýrmæt og því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlegri sjónskerðingu.
Því miður eru meðferðarmöguleikar takmarkaðir en með tilkomu sérþróaðrar vítamínblöndu eins og Viteyes Classic Areds2 hefur tekist að draga úr skemmdum í augnbotnum og koma í veg fyrir sjóntap.
Hægt að fá 60 hylkja og 180 hylkja.
Viteyes Classic Areds2 fæst í öllum apótekum.