+354 510 0140

provision@provision.is

Thealoz

Ný vara hjá okkur. Rakagefandi og verndandi augndropar við augnþurrki. Aðalinnihaldsefni er trehalósi, náttúrulegt efni sem finnst hjá mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar trehalósa gefa efninu verndandi, andoxandi og rakagefandi eiginleika. Þeir vernda og stuðla að jafnvægi í frumuhimnum með því að hindra skemmdir á próteinum og lípíðum, auk andoxunaráhrifa.

Engin rotvarnarefni eru í dropunum og þá má nota með snertilinsum. Lausnin er varin af síu í tappa sem hindrar að bakteríur komist inn í lausnina en nota má dropana í 8 vikur eftir að flaskan er opnuð.