VIÐ HÖLDUM FÓKUS Á AUGNHEILBRIGÐI

Stuðlum að góðu augnheilbrigði með réttri samsetningu
vítamína og bætiefna frá Viteyes

Fæst í öllum helstu apótekum

Viteyes AREDS2

Viteyes Areds 2 er augnvítamín ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun byggt á Areds 2 rannsókninni. Þar kom í ljós að þeir þátttakendur sem hófu rannsóknina með litlu magni af lúteini og zeaxantíni í sínu mataræði og fengu viðbætt lútein og zeaxantín meðan á rannsókninni stóð voru 25 prósent ólíklegri til að þróa með sér ellihrörnun í augnbotnum á efri stigum samanborið við þátttakendur með svipað mataræði og tóku ekki inn Lútein og Zeaxantín. Virki innihaldsefni eru C vítamín, E vítamín, Sink, Kopar, Lútein og Zeaxantín.

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Vitað er að ellihrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldri og að reykingar ýta undir þróun votrar hrörnunar. Ættarsaga og hár blóðþrýstingur eru einnig áhættuþættir.

Sjónin er okkur afar dýrmæt og því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að komast hjá alvarlegri sjónskerðingu. Því miður eru meðferðarmöguleikar takmarkaðir en með tilkomu sérþróaðrar vítamínblöndu eins og Viteys AREDS 2 hefur tekist að draga úr skemmdum í augnbotnum og koma í veg fyrir sjóntap.

Blue Light Defender

Viteyes hefur sett spennandi nýjung á markað, Viteyes Blue Light Defender. Rannsóknir hafa sýnt að með vaxandi skjánotkun finna sífleiri fyrir álagsþreytu í augum.

Verndaðu augu þín gegn skaðlegum bláum geislum sem stafa frá stafrænum búnaði, LED-ljósum og dagsbirtu.

Kemur bæði í hlaupformi og í hylkjum.

Viteyes Blue Light Defender hlaupið inniheldur lútein og zeaxantín, auk aðalbláberja.

Viteyes Blue Light Defender hylkin innihalda lútein og zeaxantín, aðalbláber, c-vítamín og astareal astaxantín.

Multivitamin

Það er alltaf hætta á því að fólk innbyrgði of mikið af vissum vitamínum þegar það er að blanda saman mismunandi tegundum. Þess vegna setti Viteyes á markað sérstakt Viteyes Multivitamín AREDS 2 Companion sem er sérhannað til að taka á móti Viteyes AREDS 2 og inniheldur öll þau vitamín sem líkaminn þarfnast í réttum hlutföllum.

Tear Support

Þurr augu eru algengt vandamál. Viteyes Dry eye vítamín er sérstaklega þróað fyrir þá sem eru með þurr augu til að hjálpa að viðhalda heilbrigðri framleiðslu tára. Einnig er það gott sem fyrirbyggjandi vítamín fyrir augun.

Viteyes Dry eye vítamín er stútfullt af hágæða vitamínum til að uppfylla daglegar þarfir þurra augna. Meðal innihaldsefna er laktóferrín sem nauðsynlegt er fyrir táraframleiðslu, B6 vitamin fyrir rétt frásog í sama tilgangi, Borage fræ olía sem klínískt sannað er að örvi táraframleiðslu, Omega 3 sem nauðsynlegir eru fitukirtlunum í augum til að mynda heilbrigða smurningu á tárafilmu, E vítamin sem kemur í veg fyrir oxun og kemur á stöðuleika og hörfræolía sem hefur áhrif á eðlilega seytingu tárakirtla. Þessi einstaka blanda inniheldur ekki ger, glútein, laktósa, sojaprótein, rotvarnarefni eða önnur bragðefni.

Dreifingaraðili Viteyes er Provision ehf.

provision@provision.is | www.provision.is