+354 510 0140 provision@provision.is

Provision býður upp á fyrsta flokks vörur á flestum sviði augnheilbrigði

Hvarmabólga

Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu, þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum.
Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.
Provision býður upp á dauðhreinsuð gel og klúta sem gagnast mjög við hvarmabólgu.

Augnhvílan (EyeBag)

Hitapoki

Augnhvílan er margnota hitapoki sem fylltur er með hörfræjum og hitaður í örbylgjuofni í ca 30 – 40 sek (fer eftir styrkleika örbylgjuofnsins).

Hitameðferðin getur dregið úr einkennum sem eru tengd augnþurrki og hvarmabólgu: 
Erting í augum – Rauð augu – Þrota í kringum augun – Aðskotahlutstilfining – sviði í augum – þreyta í augum – óskýr sjón – útferð í augum.

Einnig er gott að slaka á með augnhvílunni ef þú þjáist af höfuðverk eða bara þreytu og/eða þrota í augum Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á eftirfarandi: Hvamabólgu (blepharitis – Vanstarfsemi í fitukirtlum – Augnþurrk – Vogris – Augnhvamablöðrur – Rósroða í hvörmum/augnlokum.

Blephagel

Dauðhreinsandi Gel

Dauðhreinsað gel án rotvarnar- og ilmefna og alkóhóls. 30g túpa, fjölskammtadæla (án lofts). Blephagel er til hreinsunar á viðkvæmum, þurrum og/eða klístruðum (slímmyndun) augnlokum og augnhárum. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin án þess að hafa áhrif á náttúrulegt ph-gildi húðarinnar – blephagel er hvorki feitt né klístrað.

Steri-Free tækni ABAK fjölskammta túpan heldur gelinu dauðhreinsuðu án rotvarnarefna allan notk- unartímann. Því má nota gelið í 8 vikur eftir að túpan er opnuð. 

Blephaclean

Sótthreinsandi Klútar

Dauðhreinsaðir blautklútar sem eru án rotvarnar- og ilmefna!

Vinna vel á hvarmabólgu og fjarlægja mjúklega leifar af slími og húðskorpu af augnhvörmum og úr augnhárum. Blephaclean hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun og hreinsa án þess að valda ertingu í augum eða á húð.

Klútarnir gefa raka og mýkja húðina. Hentar einnig þeim sem nota linsur og fólki með þurr augu. Góðir eiginleikar blephaclean eru innihald, m.a. hýalúronsýra, iris florentina og centella asiatica.