+354 510 0140 provision@provision.is

Provision býður upp á fyrsta flokks vörur á flestum sviði augnheilbrigði

Þurr Augu

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að u.þ.b. 15 000 íslendingar þjáist af þurrum augum.
Í þessum sjúkdómi framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki nægilega vel samansett og þau gufa upp of fljótt.
Provision býður upp á margar gerðir vara sem aðstoða við baráttuna við þurr augu.

Thealoz Duo

Augndropar

  • Thealoz Duo styrkir tárafilmuna sexfalt lengur en hýalúronsýra ein og sér.
  • Marktæk aukning verður á þykkt tárafilmunnar, sem verndar augað.
  • Áhrifin vara í 4 klukkustundir, samanborið við 40 mínútur með hýalúronsýru.

Ný samsett lausn við augnþurrki – Thealoz DUO dregur nafn sitt af tvöfaldri virkni dropanna. Þeir innihalda bæði trehalósa & hyaluronic sýru. Lausnin er án rotvarnarefna og má nota í 3 mánuði eftir opnun.

Trehalósi:
náttúrulegt efni sem finnst hjá mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar trehalósa gefa efninu verndandi, andoxandi og rakagefandi eiginleika. Þeir vernda og stuðla að jafnvægi í frumuhimnum með því að hindra skemmdir á próteinum og lípíðum, auk andoxunaráhrifa.

Hýalúronsýra:
Hana er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans.

Thealoz

Augndropar

Ný vara hjá okkur. Rakagefandi og verndandi augndropar við augnþurrki. Aðalinnihaldsefni er trehalósi, náttúrulegt efni sem finnst hjá mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar trehalósa gefa efninu verndandi, andoxandi og rakagefandi eiginleika. Þeir vernda og stuðla að jafnvægi í frumuhimnum með því að hindra skemmdir á próteinum og lípíðum, auk andoxunaráhrifa.

Engin rotvarnarefni eru í dropunum og þá má nota með snertilinsum. Lausnin er varin af síu í tappa sem hindrar að bakteríur komist inn í lausnina en nota má dropana í 8 vikur eftir að flaskan er opnuð.

Augnhvílan

Hitapoki

Augnhvílan er margnota hitapoki sem fylltur er með hörfræjum og hitaður í örbylgjuofni í ca 30 – 40 sek (fer eftir styrkleika örbylgjuofnsins).

Hitameðferðin getur dregið úr einkennum sem eru tengd augnþurrki og hvarmabólgu:
Erting í augum – Rauð augu – Þrota í kringum augun – Aðskotahlutstilfining – sviði í augum – þreyta í augum – óskýr sjón – útferð í augum.

Einnig er gott að slaka á með augnhvílunni ef þú þjáist af höfuðverk eða bara þreytu og/eða þrota í augum Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á eftirfarandi: Hvamabólgu (blepharitis – Vanstarfsemi í fitukirtlum – Augnþurrk – Vogris – Augnhvamablöðrur – Rósroða í hvörmum/augnlokum.

Thera Tears

Dropar

Thera Tears vörurnar eru lausar við óþarfa aukaefni. Saltinnihald Thera Tears gervitára er það lægsta á markaðnum og þykir gefast einkar vel í augnþurrki af margvíslegum orsökum.

MEÐ TAPPA – Ampúlur með tappa til lokunar eftir notkun

Thera Tears

Gervitáragel

Thera Tears vörurnar eru lausar við óþarfa aukaefni.

Gervitárahlaupið hentar einkum þeim sem eru með mjög mikinn augnþurrk og er tilvalið að dreypa í augun fyrir svefninn.

Blephaclean

Sótthreinsandi Klútar

Dauðhreinsaðir blautklútar sem eru án rotvarnar- og ilmefna!

Vinna vel á hvarmabólgu og fjarlægja mjúklega leifar af slími og húðskorpu af augnhvörmum og úr augnhárum. Blephaclean hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun og hreinsa án þess að valda ertingu í augum eða á húð.

Klútarnir gefa raka og mýkja húðina. Hentar einnig þeim sem nota linsur og fólki með þurr augu. Góðir eiginleikar blephaclean eru innihald, m.a. hýalúronsýra, iris florentina og centella asiatica.