+354 510 0140

provision@provision.is

Provision

sérhæfir sig í sölu og dreifingu á vörum sem stuðla að góðu augnheilbrigði.

Um Provision

Með það að leiðarljósi flytjum við inn vörur sem ekki bara stuðla að augnheilbrigði, heldur er einnig markmið fyrirtækisins að létta fólki lífið sem haldið er augnsjúkdómum. Því er leitast við að finna vörur sem hafa eitthvað meira fram að færa en það sem til er fyrir og/eða vantar upp á fyrir ákveðin hóp fólks með augnsjúkdóma.

Við höfum hag neytenda ávallt að leiðarljósi.

Provision flytur inn vörur frá Evrópu og Bandaríkjunum. Við leggjum mikið upp úr gæðum og vinnum í nánu samstarfi við augnlækna.
Fyrirtækin sem við verslum af vörurnar veljum við af kostgæfni og leggjum okkur fram að eiga í góðum og samvinnuþýðum samskiptum við þau.

Provision vill leggja sig fram við að vera leiðandi á sínu sviði og erum því vakandi fyrir nýjum vörum sem koma á markað og rannsóknum á þeim.

Vörur frá okkur:

HYLO GEL

HYLO GEL fyrir mjög þurr augu og eftir augnaðgerðir.

Viteyes – Tear Support

Þurr augu eru algengt vandamál. Viteyes Dry eye vítamín er sérstaklega þróað fyrir þá sem eru með þurr augu til að hjálpa að viðhalda heilbrigðri framleiðslu tára. Einnig er það gott sem fyrirbyggjandi vítamín fyrir augun.

HYLO CARE

Með hýalúronsýru og dekspantenóli til að róa, raka og styðja við enduruppbyggingu hornhimnu.

HYLO DUAL

Við vægum ofnæmiseinkennum og ertingu í augum.

HYLO

Augndropar

  • Inniheldur hýalúronsýru sem bindur raka á yfirborði augans

  • Lausnin er án rotvarnarefna og má nota í 6 mánuði eftir opnun

  • Samhæft við notkun með linsum

  • COMOD® pumpukerfi tryggir nákvæma skömmtun

  • Fjölbreytt úrval fyrir mismunandi þarfir – frá vægum óþægindum til meðhöndlunar eftir augnaðgerðir

HYLO vörulínan samanstendur af sérhönnuðum augndropum sem veita langvarandi raka og vernd, hvort sem um er að ræða vægan eða þrálátan augnþurrk.

Fæst í apótekum.

Blephaclean 20 stk.

Hreinsiklútar

Dauðhreinsaðir blautklútar til hreinsunar á augnsvæðinu. Klútarnir eru án rotvarnar- og ilmefna. 

Vinna vel á hvarmabólgu og fjarlægja mjúklega augnhvarma og augnhár. Hentar við að þurrka ofnæmisvaka af augnsvæði. Hreinsar án þess að valda eringu í augum eða á húð. 

Hentar þeim sem nota linsur og má nota á börn frá 3 mánaða aldri. 

Fæst í apótekum. 

Augnbotnahrörnun

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgrón sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu.

Nær/fjærsýni

Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. jónskekkja veldur því að mynd verður skökk og út úr fókus.

Þurr augu

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að u.þ.b.

15 000 Íslendinga þjáist af þurrum augum. Í þessum sjúkdómi framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki nægilega vel samansett og þau gufa upp of fljótt.